Signed in as:
filler@godaddy.com
Kenískt máltæki
Samtök um verndun í og við Skjálfanda voru stofnuð í ágúst 2021, af aðilum frá Hvalasafninu á Húsavík, Ocean Missions, Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Húsavík og STEM Húsavík. Sameiginlegur áhugi á verndun og skipulagi Skjálfandaflóa var hvatinn að stofnun samtakanna.
Tilgangur Samtaka um verndun í og við Skjálfanda er að vera málsvari dýra og náttúru í umræðu um nýtingu og skipulag Skjálfanda.
Markmið samtakanna er að miðla vísindalegum upplýsingum og auka vitneskju almennings um mikilvægi verndunar hafsvæða, með sérstaka áherslu á lífríki Skjálfandaflóa.
Allir geta gerst meðlimir í Samtökum um verndun í og við Skjálfanda. Aðalafundur er haldinn árlega og er árgjald kr. 2500 innheimt á aðalfundi. Þá er hægt að styðja við utanumhald samtakanna með frjálsum framlögum. Allt starf er unnið í sjálfboðaavinnu, en fjárstuðningur rennur til reksturs heimasíðu og annars efniskostnaðar.
Samtök um verndun í og við Skjalfanda eru frjáls félagasamtök og ekki rekin í hagnaðarskyni. Allar styrkveitingar renna reksturs heimasíðu og stofnkostnaðar samtakanna. Jafnframt eru allar styrkveitingar gerðar opinberar á heimasíðu.
Okkur þykir alltaf gaman að heyra frá öðrum sem deila álíka sýn á náttúruna og við.
Copyright © 2023 Skjálfandi - All Rights Reserved.
Powered by GoDaddy